Sóknarleikurinn blómstrar í nýju leikkerfi: „Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2024 21:57 Katrín fékk að eiga boltann að leik loknum. breiðablik Katrín Ásbjörnsdóttir fór fremst í flokki Breiðabliks og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri gegn FC Minsk í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Framundan er öllu erfiðara verkefni gegn Sporting en Katrín hefur fulla trú fyrir það á liðinu, leikkerfinu og þjálfaranum. „Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
„Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira