Sóknarleikurinn blómstrar í nýju leikkerfi: „Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2024 21:57 Katrín fékk að eiga boltann að leik loknum. breiðablik Katrín Ásbjörnsdóttir fór fremst í flokki Breiðabliks og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri gegn FC Minsk í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Framundan er öllu erfiðara verkefni gegn Sporting en Katrín hefur fulla trú fyrir það á liðinu, leikkerfinu og þjálfaranum. „Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira
„Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira