Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 19:13 Til vinstri má sjá færsluna sem Zlatko Sefic setti inn á Brask og brall og fleiri íslenskar síður eftir að hafa borið kennsl á að hann væri frá Íslandi. Til hægri má sjá króatísku eyjuna Vis. Facebook/Getty Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum. Bergþór Guðmundsson, eftirlaunaþegi og Skagamaður, er á ferð um Króatíu í siglinga- og hjólaferð með vinahópi sínum af Akranesi. Þeir hafa siglt á milli eyja við Króatíu og hjólað þar um. „Eftir hjólaferðina í dag ákváðum við að fara í sjóinn að synda. Ég áttaði mig ekki á því að síminn væri í sundbuxunum og þess vegna fór hann í sjóinn. Við vorum búnir að leita út um allt og hann fannst ekki,“ segir Bergþór sem var þá búinn að gefa símann upp á bátinn. Áttaði sig á því að síminn væri íslenskur Skömmu síðar var mynd af símanum allt í einu komin í dreifingu víða á Facebook og byrjaði skilaboðunum til Bergþórs að rigna inn. „Það var nefnilega þannig að pabbi stelpunnar sem fann símann setti mynd af símanum inn á króatískan Facebook-hóp. Króati á Íslandi sá það og dreifði myndinni á fjölda íslenskra síðna,“ segir Bergþór. Var eitthvað sem benti til þess að síminn væri íslenskur? „Það stóð nefnilega á skjánum miðvikudagur 4. september og hann áttaði sig á því að þetta væri íslenskur sími,“ segir Bergþór. Fann símann í sjónum En það var ekki hjálpsemi Króatans á Íslandi sem varð til þess að síminn fannst. Stutt símtal kom honum í leitirnar. Hvernig endurheimtirðu símann? „Við vorum komin um borð í skipið okkar og ströndin er kannski 800 metra frá. Við höfðum gengið til baka eftir að hafa leitað af okkur allan grun. Við vorum búin að prófa að hringja í símann en það kom ekkert svar þannig við reiknuðum ekkert með því að fá hann aftur,“ segir Bergþór. „En þegar um borð var komið prófuðum við að hringja aftur en þá svaraði þessi maður og ég fór og náði í símann,“ segir Bergþór. Dóttir mannsins sem svaraði hafði þá fundið símann þegar hún var að leika sér í sjónum. Stúlkan fékk að launum lítinn þakklætisvott frá kampakátum Bergþóri. Ekki nóg með að símann hafði bjargast úr sjónum heldur kom það Bergþóri sérstaklega á óvart að það sá ekki á honum. Þannig fór um sjóferð þá. Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Bergþór Guðmundsson, eftirlaunaþegi og Skagamaður, er á ferð um Króatíu í siglinga- og hjólaferð með vinahópi sínum af Akranesi. Þeir hafa siglt á milli eyja við Króatíu og hjólað þar um. „Eftir hjólaferðina í dag ákváðum við að fara í sjóinn að synda. Ég áttaði mig ekki á því að síminn væri í sundbuxunum og þess vegna fór hann í sjóinn. Við vorum búnir að leita út um allt og hann fannst ekki,“ segir Bergþór sem var þá búinn að gefa símann upp á bátinn. Áttaði sig á því að síminn væri íslenskur Skömmu síðar var mynd af símanum allt í einu komin í dreifingu víða á Facebook og byrjaði skilaboðunum til Bergþórs að rigna inn. „Það var nefnilega þannig að pabbi stelpunnar sem fann símann setti mynd af símanum inn á króatískan Facebook-hóp. Króati á Íslandi sá það og dreifði myndinni á fjölda íslenskra síðna,“ segir Bergþór. Var eitthvað sem benti til þess að síminn væri íslenskur? „Það stóð nefnilega á skjánum miðvikudagur 4. september og hann áttaði sig á því að þetta væri íslenskur sími,“ segir Bergþór. Fann símann í sjónum En það var ekki hjálpsemi Króatans á Íslandi sem varð til þess að síminn fannst. Stutt símtal kom honum í leitirnar. Hvernig endurheimtirðu símann? „Við vorum komin um borð í skipið okkar og ströndin er kannski 800 metra frá. Við höfðum gengið til baka eftir að hafa leitað af okkur allan grun. Við vorum búin að prófa að hringja í símann en það kom ekkert svar þannig við reiknuðum ekkert með því að fá hann aftur,“ segir Bergþór. „En þegar um borð var komið prófuðum við að hringja aftur en þá svaraði þessi maður og ég fór og náði í símann,“ segir Bergþór. Dóttir mannsins sem svaraði hafði þá fundið símann þegar hún var að leika sér í sjónum. Stúlkan fékk að launum lítinn þakklætisvott frá kampakátum Bergþóri. Ekki nóg með að símann hafði bjargast úr sjónum heldur kom það Bergþóri sérstaklega á óvart að það sá ekki á honum. Þannig fór um sjóferð þá.
Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira