Svanhildur boðin velkomin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2024 14:07 Svanhildur komin í sendiráðsgallann og tilbúin í verkin. Hún hefur lagt áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða. Sendiráð Íslands í DC Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins. Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. We are delighted to welcome Svanhildur Hólm Valsdóttir, Iceland's Ambassador appointee to the United States 🇮🇸🇺🇸 . pic.twitter.com/qYzakQskhv— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 3, 2024 Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði til að Svanhildur yrði skipuð sendiherra til fimm ára. Um er að ræða fimm ára skipun með engum möguleika á framlengingu. Bandaríkin samþykktu tillögu utanríkisráðherra. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ sagði Svanhildur við Vísi í desember í síðastliðnum. Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Svanhildur tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009 og starfaði svo í átta ár sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá árinu 2012 til 2020. Hún starfaði síðustu ár sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en hún sneri sér að utanríkisþjónustunni. Utanríkismál Bandaríkin Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. We are delighted to welcome Svanhildur Hólm Valsdóttir, Iceland's Ambassador appointee to the United States 🇮🇸🇺🇸 . pic.twitter.com/qYzakQskhv— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 3, 2024 Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði til að Svanhildur yrði skipuð sendiherra til fimm ára. Um er að ræða fimm ára skipun með engum möguleika á framlengingu. Bandaríkin samþykktu tillögu utanríkisráðherra. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ sagði Svanhildur við Vísi í desember í síðastliðnum. Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Svanhildur tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009 og starfaði svo í átta ár sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá árinu 2012 til 2020. Hún starfaði síðustu ár sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en hún sneri sér að utanríkisþjónustunni.
Utanríkismál Bandaríkin Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27