Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, segir í samtali við Mbl.is að tilkynning um málið hafi borist um klukkan 21 eða um tveimur tímum eftir atvikið. Lögregla hafi farið á svæðið og rætt við stúlkurnar og foreldra.
Lýsing hafi verið tekin niður af manninum en ekki tekist að hafa hendur í hári hans. Málið sé til rannsóknar.