Um er að ræða 63 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 1990. Ásett verð er 63, 4 milljónir.
„Kominn tími á að ljúka þessum kafla. Þarna hefur allskonar verið skrifað, allt frá Astrópíu og Nætur-, Dag- og Fangavakt yfir í Stellu Blómkvist – og auðvitað heill haugur þar á milli. Eiginlega allur ferillinn. Aragrúi af minningum sem bætir engu við söluverðmæti en gerir pínu ljúfsárt að kveðja,“ skrifar Jóhann við færslu um eignina á Facebook.
Umrædd eign skiptist í forstofurými, stofu með opnu eldhúsi og suðursvölum, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu á jarðhæð.
Lokaður íbúðagarður er við húsið með fallegum gróðri og leiktækjum. Auk þess starfar húsvörður í íbúðakjarnanum.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.



