Maðurinn sagðist á X ætla að borða hundaskít úr rauðri skál með skeið ef liðið hans myndi tapa fyrir Boston College í amerískum fótbolta.
Hann átti líklega ekki von á því að tístið hans myndi slá í gegn og að fjöldi miðla vestanhafs myndi fjalla um það. Það er aftur á móti það sem gerðist.

Liðið hans steinlá síðan, 28-13, fyrir Boston og þá var löng röð af fólki sem beið eftir því að sjá hvort hann væri maður orða sinna.
Svo var ekki því maðurinn hefur eytt aðgangi sínum á X og fer eflaust huldu höfði næstu daga.