Kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna Þorsteinn Sæberg skrifar 3. september 2024 11:03 Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun