Ránin eru sögð hafa staðið yfir í nokkur ár.
Samkvæmt umfjöllun Guardian braust fólkið inn í lúxusíbúðir um miðja nótt, klædd svörtu og með andlit sín hulin. Oft komst það á brott með mikil verðmæti en þegar lögreglu bar að sögðu íbúar svipaða sögu af því að hafa vaknað um morguninn hálf sljóir og utan við sig.
Lögreglu fór þá að gruna að þjófarnir beittu gasi áður en þeir létu til skarar skríða.
Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa rænt að minnsta kosti 22 heimili á Ibiza yfir fimm ára tímabil.
#OperacionesGC
— Guardia Civil (@guardiacivil) September 1, 2024
Detenida una banda de ladrones de viviendas de lujo en Ibiza, utilizaban algún tipo de gas que producía somnolencia para no despertar a los moradores que se encontraban durmiendo en el momento de los roboshttps://t.co/N1NbHM5G2O pic.twitter.com/okc7d9DeA8
Fólkið var handtekið viku eftir innbrot í villu Nick Grimshaw, stjórnanda morgunþáttar Radio 1 á Bretlandseyjum, en hann og fjölskylda hans sváfu á meðan farið var ránshendi um heimilið.
Guardian segir þó ekki staðfest að handteknu séu grunuð um það innbrot.
Lögregla telur að á umræddum fimm árum hafi verðmæti þýfisins sem fólkið hafði á brott með sér numið um það bil 100 milljóna króna.
Þjófarnir náðust eftir að lögreglu tókst að rekja nokkur stolin farartæki. Við húsleit fannst fjöldi hluta sem var saknað eftir innbrotin.