Rekur yfirmann flughersins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:30 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti stendur hér við F-16 þotu. AP Photo/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. „Ég hef tekið ákvörðun um að skipta út yfirmanni flughersins... Ég verð ávallt þakklátur flugmönnunum í hernum okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann birti í gærkvöldi. Í myndbandinu minntist Selenskí á nauðsyn þess að vernda líf þeirra sem vernda Úkraínu. Í ávarpinu greinir hann ekki frá ástæðunni fyrir ákvörðuninni að skipta út Mykola Oleshchuk en fólk hefur leitt af því líkum að hún byggi á hrapi F-16 þotu í fyrradag. Oleksiy Mes, flugmaður þotunnar, fórst í slysinu. Afhending F-16 þotanna, sem Úkraína fékk að gjöf frá nokkrum Evrópuríkjum, dróst nokkuð á langinn vegna þeirrar tímafreku þjálfunar sem þarf til, bæði fyrir flugmenn og starfsmenn hersins á jörðu niðri, til að nota flugvélarnar. Mannleg mistök eða vélarbilun Ýjað hefur verið að því víða að flugvélin hafi verið skotin niður af Rússum en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. Líklegra sé að annað hvort hafi komið upp vélarbilun eða flugvélin hafi hrapað vegna mannlegra mistaka. Slysið hefur fengið mjög á Úkraínumenn enda hefur rússneski herinn á sama tíma sótt mjög á og náð undir sig nokkru landsvæði í austurhluta landsins. Rússar nálgast borgina Pokrovsk óðfluga og hefur stjórn úkraínska herisins og Selenskí sjálfur sætt mikilli gagnrýni. Rússar hafa svo mánuðum skiptir stefnt að því að ná Pokrovsk undir sitt vald. Staðsetning borgarinnar, sem er námuborg, er talin hernaðarlega mikilvæg. Síðustu mánuði hefur lítið gengið en á nokkrum vikum hafa Rússar nálgast markmiðið. Í gær var greint frá því að rússneski herinn væri minna en 10 kílómtera frá borginni og var hún rýmd í snarhasti. Um 60 þúsund bjuggu í borginni fyrir stríð. Eins gerðu Rússar loftárás á íbúahverfi í Kharkív í gær. Minnst fimm fórust, þar á meðal barn, og fjörutíu særðust. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um að skipta út yfirmanni flughersins... Ég verð ávallt þakklátur flugmönnunum í hernum okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann birti í gærkvöldi. Í myndbandinu minntist Selenskí á nauðsyn þess að vernda líf þeirra sem vernda Úkraínu. Í ávarpinu greinir hann ekki frá ástæðunni fyrir ákvörðuninni að skipta út Mykola Oleshchuk en fólk hefur leitt af því líkum að hún byggi á hrapi F-16 þotu í fyrradag. Oleksiy Mes, flugmaður þotunnar, fórst í slysinu. Afhending F-16 þotanna, sem Úkraína fékk að gjöf frá nokkrum Evrópuríkjum, dróst nokkuð á langinn vegna þeirrar tímafreku þjálfunar sem þarf til, bæði fyrir flugmenn og starfsmenn hersins á jörðu niðri, til að nota flugvélarnar. Mannleg mistök eða vélarbilun Ýjað hefur verið að því víða að flugvélin hafi verið skotin niður af Rússum en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. Líklegra sé að annað hvort hafi komið upp vélarbilun eða flugvélin hafi hrapað vegna mannlegra mistaka. Slysið hefur fengið mjög á Úkraínumenn enda hefur rússneski herinn á sama tíma sótt mjög á og náð undir sig nokkru landsvæði í austurhluta landsins. Rússar nálgast borgina Pokrovsk óðfluga og hefur stjórn úkraínska herisins og Selenskí sjálfur sætt mikilli gagnrýni. Rússar hafa svo mánuðum skiptir stefnt að því að ná Pokrovsk undir sitt vald. Staðsetning borgarinnar, sem er námuborg, er talin hernaðarlega mikilvæg. Síðustu mánuði hefur lítið gengið en á nokkrum vikum hafa Rússar nálgast markmiðið. Í gær var greint frá því að rússneski herinn væri minna en 10 kílómtera frá borginni og var hún rýmd í snarhasti. Um 60 þúsund bjuggu í borginni fyrir stríð. Eins gerðu Rússar loftárás á íbúahverfi í Kharkív í gær. Minnst fimm fórust, þar á meðal barn, og fjörutíu særðust.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24
Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00