Vertu gagnrýnin, greinandi og skapandi Martha Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2024 21:54 Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Martha Árnadóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun