Sú besta í heimi æfir með plástur fyrir munninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 11:03 Iga Swiatek hlustar á þjálfarateymi sitt líka þegar þeir segja henni að æfa með plástur fyrir munninum Getty/Robert Prange Pólska tenniskonan Iga Swiatek hefur verið efst á heimslista kvenna í tennis í meira en fjörutíu vikur. Þjálfarateymi hennar fer öðruvísi leið að því að auka þol hennar. Swiatek er nú að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York þar sem hún stefnir á það að vinna sitt sjötta risamót á ferlinum. Athygli vakti þegar myndir birtust af Swiatek að æfa með plástur fyrir munninum sínum. Þjálfarateymi hennar er sannfært um það að þetta hjálpi henni. Maciej Ryszczuk, styrktarþjálfari Igu, segir að það auki þol hennar að takmarka upptöku hennar á súrefni á æfingum. Auk þess sýna rannsóknir frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum að öndunaræfingar hjálpi líka til við að bæta skap og minnka kvíða. „Það er erfiðara að anda þegar þú ert bara að anda í gegnum nefið og þá er auðveldara að auka hjartsláttinn. Ég get ekki útskýrt þetta fullkomlega því ég er ekki sérfræðingur,“ sagði Iga. „Stundum skil ég ekki það sem þeir eru að segja við mig en ég hef stundað þetta í langan tíma og þetta er orðið auðvelt fyrir mig í dag. Ég held að þetta sé góð leið til að ná upp betra þoli og betra en að láta mig hlaupa hratt eða gera aðrar öfgaþolæfingar,“ sagði Iga. Swiatek var ekki lengi að gera út um leik sinn i annarri umferð. Hún vann hina japönsku Enu Shibahara 6-0 og 6-1 á 65 mínútum. @sportbuzzbr Tennis Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Sjá meira
Swiatek er nú að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York þar sem hún stefnir á það að vinna sitt sjötta risamót á ferlinum. Athygli vakti þegar myndir birtust af Swiatek að æfa með plástur fyrir munninum sínum. Þjálfarateymi hennar er sannfært um það að þetta hjálpi henni. Maciej Ryszczuk, styrktarþjálfari Igu, segir að það auki þol hennar að takmarka upptöku hennar á súrefni á æfingum. Auk þess sýna rannsóknir frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum að öndunaræfingar hjálpi líka til við að bæta skap og minnka kvíða. „Það er erfiðara að anda þegar þú ert bara að anda í gegnum nefið og þá er auðveldara að auka hjartsláttinn. Ég get ekki útskýrt þetta fullkomlega því ég er ekki sérfræðingur,“ sagði Iga. „Stundum skil ég ekki það sem þeir eru að segja við mig en ég hef stundað þetta í langan tíma og þetta er orðið auðvelt fyrir mig í dag. Ég held að þetta sé góð leið til að ná upp betra þoli og betra en að láta mig hlaupa hratt eða gera aðrar öfgaþolæfingar,“ sagði Iga. Swiatek var ekki lengi að gera út um leik sinn i annarri umferð. Hún vann hina japönsku Enu Shibahara 6-0 og 6-1 á 65 mínútum. @sportbuzzbr
Tennis Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Sjá meira