Sú besta í heimi æfir með plástur fyrir munninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 11:03 Iga Swiatek hlustar á þjálfarateymi sitt líka þegar þeir segja henni að æfa með plástur fyrir munninum Getty/Robert Prange Pólska tenniskonan Iga Swiatek hefur verið efst á heimslista kvenna í tennis í meira en fjörutíu vikur. Þjálfarateymi hennar fer öðruvísi leið að því að auka þol hennar. Swiatek er nú að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York þar sem hún stefnir á það að vinna sitt sjötta risamót á ferlinum. Athygli vakti þegar myndir birtust af Swiatek að æfa með plástur fyrir munninum sínum. Þjálfarateymi hennar er sannfært um það að þetta hjálpi henni. Maciej Ryszczuk, styrktarþjálfari Igu, segir að það auki þol hennar að takmarka upptöku hennar á súrefni á æfingum. Auk þess sýna rannsóknir frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum að öndunaræfingar hjálpi líka til við að bæta skap og minnka kvíða. „Það er erfiðara að anda þegar þú ert bara að anda í gegnum nefið og þá er auðveldara að auka hjartsláttinn. Ég get ekki útskýrt þetta fullkomlega því ég er ekki sérfræðingur,“ sagði Iga. „Stundum skil ég ekki það sem þeir eru að segja við mig en ég hef stundað þetta í langan tíma og þetta er orðið auðvelt fyrir mig í dag. Ég held að þetta sé góð leið til að ná upp betra þoli og betra en að láta mig hlaupa hratt eða gera aðrar öfgaþolæfingar,“ sagði Iga. Swiatek var ekki lengi að gera út um leik sinn i annarri umferð. Hún vann hina japönsku Enu Shibahara 6-0 og 6-1 á 65 mínútum. @sportbuzzbr Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Swiatek er nú að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York þar sem hún stefnir á það að vinna sitt sjötta risamót á ferlinum. Athygli vakti þegar myndir birtust af Swiatek að æfa með plástur fyrir munninum sínum. Þjálfarateymi hennar er sannfært um það að þetta hjálpi henni. Maciej Ryszczuk, styrktarþjálfari Igu, segir að það auki þol hennar að takmarka upptöku hennar á súrefni á æfingum. Auk þess sýna rannsóknir frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum að öndunaræfingar hjálpi líka til við að bæta skap og minnka kvíða. „Það er erfiðara að anda þegar þú ert bara að anda í gegnum nefið og þá er auðveldara að auka hjartsláttinn. Ég get ekki útskýrt þetta fullkomlega því ég er ekki sérfræðingur,“ sagði Iga. „Stundum skil ég ekki það sem þeir eru að segja við mig en ég hef stundað þetta í langan tíma og þetta er orðið auðvelt fyrir mig í dag. Ég held að þetta sé góð leið til að ná upp betra þoli og betra en að láta mig hlaupa hratt eða gera aðrar öfgaþolæfingar,“ sagði Iga. Swiatek var ekki lengi að gera út um leik sinn i annarri umferð. Hún vann hina japönsku Enu Shibahara 6-0 og 6-1 á 65 mínútum. @sportbuzzbr
Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira