„Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:17 Helgi Már var vel til hafður á Ölveri áðan. stöð 2 Víkingur er á leið í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-0 sigur gegn UE Santa Coloma. Stuðningsmenn liðsins hópuðu sig saman á Ölveri og fögnuðu sigrinum. Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira