Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Elísabet Ósk Maríusdóttir er hluti af samfélagslögguteyminu. Vísir/Einar Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann. Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet. Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet.
Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35