Talinn raðnauðgari sem nýti sér sofandi konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 16:18 Frá eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur. vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum auk þess að taka upp myndefni af þeim án leyfis. Bótakröfur brotaþola nema tæplega tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent