Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að gerð hafi verið krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til rannsóknarhagsmuna og að niðurstaða frá dómnum muni liggja fyrir í dag eða á morgun.
Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað fyrir viku síðan og sama dag var maður handtekinn í Reykjavík grunaður um banatilræðið. Fallist var á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun þann 23. ágúst en það rennur út á morgun.
„Rannsókn málsins miðar vel. Enn er þó unnið að gagnaöflun hverskonar og úrvinnslu, svo sem á rafrænum gögnum og gögnum af vettvangi. Sú vinna mun taka tíma,“ segir í tilkynningu lögreglu.