Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:22 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtur mun meiri vinsælda en aðrir stjórnmálamenn þegar kemur að forsætisráðherrastólnum. Vísir/Vilhelm Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira