Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 19:58 Runólfur Þórhallsson hjá ríkislögreglustjóra ræddi brotastarfsemi í Reykjavík síðdegis. vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. „Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“ Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira