Kæra samfélag Haraldur Freyr Gíslason skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. Hvað þá að við náum að brúa hið alræmda bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Án kennara er enginn skóli. Við erum líka búin að segja ykkur margoft að lögum samkvæmt eigi 67% þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að vera kennarar og hafa þar með leyfisbréf til kennslu. Hlutfallið í dag er hins vegar 24% en var fyrir 37% fyrir 10 árum. Þetta og aðeins þetta er leikskólavandinn sem ykkur er gjarnt að tala um. Við höfum gert allt sem að við getum gert til að fjölga kennurum. Staðan væri umtalsvert verri ef við hefðum ekki verið vakin og sofin yfir því verkefni undanfarna áratugi. Starfsmannavelta er langminnst meðal kennara af því starfsfólki sem sinnir uppeldi og menntun í leikskólum. Starfsmannavelta er bæði dýr og stöðugleiki í starfsmannahaldi hjá góðum kennurum er börnum dýrmætur. Nú, kæra samfélag. þegar þú áttar þig á því þetta haustið eins og önnur haust að langt því frá öll börn komast í nám í leikskóla þá biðjum við þig vinsamlega um að átta þig á hver er rót vandans. Ef við viljum betri menntun fyrir börn og viljum geta útrýmt biðlistum í leikskóla þá þurfum við að fjárfesta í kennurum. Það er staðreynd! Í stað þess eins og venjulega að við bendum á lausnirnar, biðjum við ykkur að hugsa hvaða lausnir eru líklegar til árangurs. Hvernig er best að fjárfesta í kennurum? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Sjá meira
Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. Hvað þá að við náum að brúa hið alræmda bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Án kennara er enginn skóli. Við erum líka búin að segja ykkur margoft að lögum samkvæmt eigi 67% þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að vera kennarar og hafa þar með leyfisbréf til kennslu. Hlutfallið í dag er hins vegar 24% en var fyrir 37% fyrir 10 árum. Þetta og aðeins þetta er leikskólavandinn sem ykkur er gjarnt að tala um. Við höfum gert allt sem að við getum gert til að fjölga kennurum. Staðan væri umtalsvert verri ef við hefðum ekki verið vakin og sofin yfir því verkefni undanfarna áratugi. Starfsmannavelta er langminnst meðal kennara af því starfsfólki sem sinnir uppeldi og menntun í leikskólum. Starfsmannavelta er bæði dýr og stöðugleiki í starfsmannahaldi hjá góðum kennurum er börnum dýrmætur. Nú, kæra samfélag. þegar þú áttar þig á því þetta haustið eins og önnur haust að langt því frá öll börn komast í nám í leikskóla þá biðjum við þig vinsamlega um að átta þig á hver er rót vandans. Ef við viljum betri menntun fyrir börn og viljum geta útrýmt biðlistum í leikskóla þá þurfum við að fjárfesta í kennurum. Það er staðreynd! Í stað þess eins og venjulega að við bendum á lausnirnar, biðjum við ykkur að hugsa hvaða lausnir eru líklegar til árangurs. Hvernig er best að fjárfesta í kennurum? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun