Kæra samfélag Haraldur Freyr Gíslason skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. Hvað þá að við náum að brúa hið alræmda bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Án kennara er enginn skóli. Við erum líka búin að segja ykkur margoft að lögum samkvæmt eigi 67% þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að vera kennarar og hafa þar með leyfisbréf til kennslu. Hlutfallið í dag er hins vegar 24% en var fyrir 37% fyrir 10 árum. Þetta og aðeins þetta er leikskólavandinn sem ykkur er gjarnt að tala um. Við höfum gert allt sem að við getum gert til að fjölga kennurum. Staðan væri umtalsvert verri ef við hefðum ekki verið vakin og sofin yfir því verkefni undanfarna áratugi. Starfsmannavelta er langminnst meðal kennara af því starfsfólki sem sinnir uppeldi og menntun í leikskólum. Starfsmannavelta er bæði dýr og stöðugleiki í starfsmannahaldi hjá góðum kennurum er börnum dýrmætur. Nú, kæra samfélag. þegar þú áttar þig á því þetta haustið eins og önnur haust að langt því frá öll börn komast í nám í leikskóla þá biðjum við þig vinsamlega um að átta þig á hver er rót vandans. Ef við viljum betri menntun fyrir börn og viljum geta útrýmt biðlistum í leikskóla þá þurfum við að fjárfesta í kennurum. Það er staðreynd! Í stað þess eins og venjulega að við bendum á lausnirnar, biðjum við ykkur að hugsa hvaða lausnir eru líklegar til árangurs. Hvernig er best að fjárfesta í kennurum? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. Hvað þá að við náum að brúa hið alræmda bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Án kennara er enginn skóli. Við erum líka búin að segja ykkur margoft að lögum samkvæmt eigi 67% þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að vera kennarar og hafa þar með leyfisbréf til kennslu. Hlutfallið í dag er hins vegar 24% en var fyrir 37% fyrir 10 árum. Þetta og aðeins þetta er leikskólavandinn sem ykkur er gjarnt að tala um. Við höfum gert allt sem að við getum gert til að fjölga kennurum. Staðan væri umtalsvert verri ef við hefðum ekki verið vakin og sofin yfir því verkefni undanfarna áratugi. Starfsmannavelta er langminnst meðal kennara af því starfsfólki sem sinnir uppeldi og menntun í leikskólum. Starfsmannavelta er bæði dýr og stöðugleiki í starfsmannahaldi hjá góðum kennurum er börnum dýrmætur. Nú, kæra samfélag. þegar þú áttar þig á því þetta haustið eins og önnur haust að langt því frá öll börn komast í nám í leikskóla þá biðjum við þig vinsamlega um að átta þig á hver er rót vandans. Ef við viljum betri menntun fyrir börn og viljum geta útrýmt biðlistum í leikskóla þá þurfum við að fjárfesta í kennurum. Það er staðreynd! Í stað þess eins og venjulega að við bendum á lausnirnar, biðjum við ykkur að hugsa hvaða lausnir eru líklegar til árangurs. Hvernig er best að fjárfesta í kennurum? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar