„Ég myndi gera allt fyrir hana“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Vinkonurnar Brynja Gísladóttir og Elsa Lyng Magnúsdóttir. vísir/samsett Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra. Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Sjá meira
Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Sjá meira