Hver þvælist fyrir hverjum! Haraldur Þór Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 08:30 Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar