Velferð á þínum forsendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 09:03 Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Nýju hverfin Grafarvogur og Grafarholt á teikniborðinu. Sem unglingur man ég eftir eldri kynslóðinni kvarta undan því að borgin væri að verða að alltof stór og myndi enda uppá Hellisheiði. Við unglingarnir vorum hæstánægð með þessa þróun, því með stækkandi borg fjölgaði tækifærum okkar til að gera eitthvað skemmtilegt.. Veitingastöðum fjölgaði, bíóin og barirnir urðu fleiri og ýmislegt varð til sem fylgir fjölgun fólks. Kringlan og nýr miðbær sem þar átti að rísa var aðal umræðuefnið og sitt sýndist hverjum. Fyrirsagnir um að dánartilkynningu miðborgarinnar voru tíðar og myndir af tómum Laugavegi voru daglegt brauð. Borgin er alltaf að breytast Ástæða fyrir þessari upprifjun er áminning til okkar um að allt er breytingum háð. Þúsundir verða nýir Reykvíkingar á hverju ári og bara frá árinu 2018 hefur meira en einn Mosfellsbær bæst við íbúafjölda borgarinnar Slík fjölgun hlýtur að hafa mikil áhrif á ekki stærri borg en Reykjavík og þetta finnum við sem stýrum borginni. Öll þjónusta og innviðir, hvort sem við erum að tala um samgöngur, skipulag, menntamál. lýðheilsu eða velferðamál hafa tekið miklum breytingum á undanliðnum árum til að takast á við þessa mannfjölgun.. 15% borgarbúa njóta velferðarþjónustu Grunnur að góðri borg er lýðheilsa og velferð íbúa. En til þess að íbúar finni sér stað, blómstri og dafni þarf góðan stuðning og þjónustu. Góð velferðarþjónusta er þar grundvallaratriði. Sú fjölbreytta þjónusta sem borgin býður uppá má t.d. sjá í nýlegri ársskýrslu Velferðarsviðs Þar kemur fram að 15% borgarbúa eða um 21.000 íbúar borgarinnar njóta velferðarþjónustu borgarinnar. Notendahópur þjónustunnar hefur stækkað undanfarin ár og tekið þó nokkrum breytingum. 32% notenda velferðarþjónustu eru börn Um 4.600 íbúar njóta samþættrar heimaþjónustu og þar af eru um 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri 777 notendur nýta sér akstursþjónustu og fóru 33.261 ferð árið 2023 515 einstaklingar búa í húsnæði fyrir fatlað fólk 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót hjá starfsfólki Mikið magn áhugaverðra upplýsinga er að finna í ársskýrslunni og vil ég hvetja áhugasöm til að glugga í skýrsluna sem finna á má á reykjavik.is. Engin er eins Mikil þróun hefur verið á þjónustu við eldri Reykvíkinga undan farin ár. Velferðarstefna borgarinnar er skýr og byggir á gildum um virðingu, virkni og velferð íbúa. Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga með samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu, lýðheilsuáherslur á velferð, heilsueflingu, stafræna þróun og aldursvæna borg. Eitt af grunnstefum velferðarþjónustunnar er að engin tvö eru eins. En hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það þýðir að undan farin ár hefur verið stefnubreyting í velferðarþjónustu sem miðast að því að verið er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu. Þannig er bæði tekið mið af þjónustuþörfum hópsins td. aldraðs fólks en þjónustan síðan miðuð að hverjum einstakling fyrir sig með því að kortleggja þarfir og skipuleggja þjónustuna, samskipti, eftirfylgni, endurgjöf og úrbætur. Þetta er mikil breyting sem kallar á aukin samskipti og upplýsingamiðlun. Þannig hefur þjónustan þróast á undanförnum áratugum frá því að tryggja eins samræmda þjónustu og hægt er, yfir í að tryggja nýja einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á lögum, reglum og meginmarkmiðum. Þannig hefur þjónustan þróast frá því hver þekkir hvern, eins og þekktist vel á áttunda áratugnum yfir í almenna lögbundna þjónustu, í það að nú skal einnig taka mið af því að engin er eins. Takk, starfsfólk í velferðarþjónustu Að lokum langar mig að þakka öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem alla daga veitir íbúum borgarinnar velferðarþjónustu. Við ykkur vil ég segja, það er mikil árangur að 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót. Slíkar tölur birtast ekki af sjálfu sér. Til hamingju með það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Nýju hverfin Grafarvogur og Grafarholt á teikniborðinu. Sem unglingur man ég eftir eldri kynslóðinni kvarta undan því að borgin væri að verða að alltof stór og myndi enda uppá Hellisheiði. Við unglingarnir vorum hæstánægð með þessa þróun, því með stækkandi borg fjölgaði tækifærum okkar til að gera eitthvað skemmtilegt.. Veitingastöðum fjölgaði, bíóin og barirnir urðu fleiri og ýmislegt varð til sem fylgir fjölgun fólks. Kringlan og nýr miðbær sem þar átti að rísa var aðal umræðuefnið og sitt sýndist hverjum. Fyrirsagnir um að dánartilkynningu miðborgarinnar voru tíðar og myndir af tómum Laugavegi voru daglegt brauð. Borgin er alltaf að breytast Ástæða fyrir þessari upprifjun er áminning til okkar um að allt er breytingum háð. Þúsundir verða nýir Reykvíkingar á hverju ári og bara frá árinu 2018 hefur meira en einn Mosfellsbær bæst við íbúafjölda borgarinnar Slík fjölgun hlýtur að hafa mikil áhrif á ekki stærri borg en Reykjavík og þetta finnum við sem stýrum borginni. Öll þjónusta og innviðir, hvort sem við erum að tala um samgöngur, skipulag, menntamál. lýðheilsu eða velferðamál hafa tekið miklum breytingum á undanliðnum árum til að takast á við þessa mannfjölgun.. 15% borgarbúa njóta velferðarþjónustu Grunnur að góðri borg er lýðheilsa og velferð íbúa. En til þess að íbúar finni sér stað, blómstri og dafni þarf góðan stuðning og þjónustu. Góð velferðarþjónusta er þar grundvallaratriði. Sú fjölbreytta þjónusta sem borgin býður uppá má t.d. sjá í nýlegri ársskýrslu Velferðarsviðs Þar kemur fram að 15% borgarbúa eða um 21.000 íbúar borgarinnar njóta velferðarþjónustu borgarinnar. Notendahópur þjónustunnar hefur stækkað undanfarin ár og tekið þó nokkrum breytingum. 32% notenda velferðarþjónustu eru börn Um 4.600 íbúar njóta samþættrar heimaþjónustu og þar af eru um 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri 777 notendur nýta sér akstursþjónustu og fóru 33.261 ferð árið 2023 515 einstaklingar búa í húsnæði fyrir fatlað fólk 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót hjá starfsfólki Mikið magn áhugaverðra upplýsinga er að finna í ársskýrslunni og vil ég hvetja áhugasöm til að glugga í skýrsluna sem finna á má á reykjavik.is. Engin er eins Mikil þróun hefur verið á þjónustu við eldri Reykvíkinga undan farin ár. Velferðarstefna borgarinnar er skýr og byggir á gildum um virðingu, virkni og velferð íbúa. Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga með samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu, lýðheilsuáherslur á velferð, heilsueflingu, stafræna þróun og aldursvæna borg. Eitt af grunnstefum velferðarþjónustunnar er að engin tvö eru eins. En hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það þýðir að undan farin ár hefur verið stefnubreyting í velferðarþjónustu sem miðast að því að verið er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu. Þannig er bæði tekið mið af þjónustuþörfum hópsins td. aldraðs fólks en þjónustan síðan miðuð að hverjum einstakling fyrir sig með því að kortleggja þarfir og skipuleggja þjónustuna, samskipti, eftirfylgni, endurgjöf og úrbætur. Þetta er mikil breyting sem kallar á aukin samskipti og upplýsingamiðlun. Þannig hefur þjónustan þróast á undanförnum áratugum frá því að tryggja eins samræmda þjónustu og hægt er, yfir í að tryggja nýja einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á lögum, reglum og meginmarkmiðum. Þannig hefur þjónustan þróast frá því hver þekkir hvern, eins og þekktist vel á áttunda áratugnum yfir í almenna lögbundna þjónustu, í það að nú skal einnig taka mið af því að engin er eins. Takk, starfsfólk í velferðarþjónustu Að lokum langar mig að þakka öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem alla daga veitir íbúum borgarinnar velferðarþjónustu. Við ykkur vil ég segja, það er mikil árangur að 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót. Slíkar tölur birtast ekki af sjálfu sér. Til hamingju með það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar