Vopnahlésviðræðum lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 08:25 Ísraelsmenn segjast hafa flutt milljón skammta af bóluefni gegn mænusótt til Gasa, eftir að fyrsta tilvikið í 25 ár greindist þar á dögunum. AP/Jehad Alshrafi Viðræðum sem stóðu yfir í síðustu viku um vopnahlé á Gasa er lokið án niðurstöðu. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa gefist upp og munu halda áfram að eiga samtöl við aðila. Eins og áður hefur komið fram virðast viðræðurnar stranda á kröfu Ísraelsmanna um áframhaldandi viðveru hersins við landamæri Gasa og Egyptalands, sem spanna 14,5 kílómetra. Milligögnuaðilar eru sagðir hafa lagt fram ýmsar tillögur að málamiðlun hvað þetta varðar en bæði Ísrael og Hamas eru sögð hafa hafnað þeim. Jake Sullivan, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði á blaðamannafundi í Kanada að stjórnvöld vestanhafs væru enn að vinna að því að knýja fram niðurstöðu í Kaíró, þar sem viðræðurnar fóru fram í liðinni viku. Auk Bandaríkjanna ættu yfirvöld í Egyptalandi og Katar aðkomu að vinnunni auk fulltrúa Ísrael. Ísraelsmenn og Hezbollah-samtökin stóðu að umfangsmiklum loftárásum um helgina. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði í gær að árangur árásanna yrði metinn og ráðist í frekari aðgerðir ef hann yrði ekki talinn nægjanleg hefnd fyrir drápið á Fuad Shukr í Beirút. Leiðtogar í Mið-Austurlöndum hafa varað við allsherjarstríði á svæðinu en Ísraelsmenn bíða enn hefndaraðgerða af hálfu Íran eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í júlí. Abbas Araqchi, utanríkisráðherra Íran, sagði í samtali við utanríkisráðherra Ítaliu um helgina að „svar“ Írana yrði útreiknað og afdráttarlaust. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram virðast viðræðurnar stranda á kröfu Ísraelsmanna um áframhaldandi viðveru hersins við landamæri Gasa og Egyptalands, sem spanna 14,5 kílómetra. Milligögnuaðilar eru sagðir hafa lagt fram ýmsar tillögur að málamiðlun hvað þetta varðar en bæði Ísrael og Hamas eru sögð hafa hafnað þeim. Jake Sullivan, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði á blaðamannafundi í Kanada að stjórnvöld vestanhafs væru enn að vinna að því að knýja fram niðurstöðu í Kaíró, þar sem viðræðurnar fóru fram í liðinni viku. Auk Bandaríkjanna ættu yfirvöld í Egyptalandi og Katar aðkomu að vinnunni auk fulltrúa Ísrael. Ísraelsmenn og Hezbollah-samtökin stóðu að umfangsmiklum loftárásum um helgina. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði í gær að árangur árásanna yrði metinn og ráðist í frekari aðgerðir ef hann yrði ekki talinn nægjanleg hefnd fyrir drápið á Fuad Shukr í Beirút. Leiðtogar í Mið-Austurlöndum hafa varað við allsherjarstríði á svæðinu en Ísraelsmenn bíða enn hefndaraðgerða af hálfu Íran eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í júlí. Abbas Araqchi, utanríkisráðherra Íran, sagði í samtali við utanríkisráðherra Ítaliu um helgina að „svar“ Írana yrði útreiknað og afdráttarlaust.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Sjá meira