Getur eitthvað toppað þetta ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:03 Veronica Kristiansen kyssir Ólympíugullið ásamt félögum sínum í norska landsliðinu. Hún missir af EM í desember en af ánægjulegri ástæðu. Getty/Alex Davidson/ Norska handboltakonan Veronica Kristiansen gleymir ekki árinu 2024 svo lengi sem hún lifir. „Getur eitthvað toppað þetta ár,“ spyr Kristiansen á samfélagsmiðlum sínum og það er ekkert skrýtið. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí í fyrra og missti af HM í desember síðastliðnum. Endurkoman hefur aftur á móti verið eftirminnileg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, tók hana aftur inn í norska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í París þar sem norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta Ólympíugull í tólf ár. Kristiansen spilaði mikilvægt hlutverk í liðinu, ekki síst í varnarleiknum. Hún hafði orðið tvisvar heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari með norska landsliðinu en vantaði Ólympíugullið eftir bronsverðlaun bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Kristiansen fékk nú loksins Ólympíugull um hálsinn. Stuttu eftir Ólympíuleikana var hún komin með trúlofunarhring á fingur eftir að kærastinn bað hennar. Um helgina tilkynnti hún svo um að hún væri ófrísk af þeirra öðru barni. Dóttirin Olivia eignast því systkini á næsta ári og nú er bara spurning hvenær brúðkaupið verður haldið. Ólympíugull, demantshringur og barnalukka. Já það verður erfitt fyrir alla að toppa árið 2024 hjá Veronicu. Verðandi eiginmaður og barnsfaðir Kristiansen er Ungverjinn Ádám Devecseri sem var sjúkraþjálfari hjá Győri ETO KC þar sem hún hefur spilað í sex ár. View this post on Instagram A post shared by Veronica Kristiansen (@veronicakristiansen) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
„Getur eitthvað toppað þetta ár,“ spyr Kristiansen á samfélagsmiðlum sínum og það er ekkert skrýtið. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí í fyrra og missti af HM í desember síðastliðnum. Endurkoman hefur aftur á móti verið eftirminnileg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, tók hana aftur inn í norska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í París þar sem norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta Ólympíugull í tólf ár. Kristiansen spilaði mikilvægt hlutverk í liðinu, ekki síst í varnarleiknum. Hún hafði orðið tvisvar heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari með norska landsliðinu en vantaði Ólympíugullið eftir bronsverðlaun bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Kristiansen fékk nú loksins Ólympíugull um hálsinn. Stuttu eftir Ólympíuleikana var hún komin með trúlofunarhring á fingur eftir að kærastinn bað hennar. Um helgina tilkynnti hún svo um að hún væri ófrísk af þeirra öðru barni. Dóttirin Olivia eignast því systkini á næsta ári og nú er bara spurning hvenær brúðkaupið verður haldið. Ólympíugull, demantshringur og barnalukka. Já það verður erfitt fyrir alla að toppa árið 2024 hjá Veronicu. Verðandi eiginmaður og barnsfaðir Kristiansen er Ungverjinn Ádám Devecseri sem var sjúkraþjálfari hjá Győri ETO KC þar sem hún hefur spilað í sex ár. View this post on Instagram A post shared by Veronica Kristiansen (@veronicakristiansen)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira