Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að sökum ungs aldurs verði pilturinn vistaður með viðeigandi hætti á meðan gæsluvarðhaldið varir.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, skýrir í samtali við fréttastofu að drengurinn verði vistaður á Hólmsheiði en í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs hans. Það fari eftir atvikum hvort ungmenni sem úrskurðuð eru í gæsluvarðhald séu vistuð í fangelsi eða öðrum sams konar úrræðum.
Ungmennin sem urðu fyrir árásinni voru öll flutt á slysadeild og er ástand eins þeirra, ungrar stúlku, enn ekki stöðugt. Hún liggur þungt haldin á sjúkrahúsi og er talin vera í lífshættu.