Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2024 20:06 Rósa Þorvaldsdóttir, sem hélt upp á 45 ára starfsafmæli fyrirtækis síns á Bíldafelli í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi en hún er einmitt frá bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár. Afmælisfögnuðurinn fór fram á bænum Bíldsfelli en á leiðinni þangað var búið að skreyta brúsapallinn og gera allt klárt áður en gestirnir komu en hér erum við að tala um Rósu Þorvaldsdóttur, eiganda snyrtistofunnar Snyrtimiðstöðin í húsi verslunarinnar, sem bauð viðskiptavinum sínum í gegnum þessi 45 ár í glæsilegt hlöðuball þar sem allir skemmtu sér vel. „Heyrðu, ég er að halda upp á 45 ára starfsafmæli mitt en ég er búin að vera með snyrti- og fótaaðgerðastofu í 45 ár og þetta er rétti dagurinn því þann 24. ágúst 1979 tók ég fyrsta viðskiptavininn minn og búin að vera stanslaust að síðan,” segir Rósa. Hvað hefur verið skemmtilegast við starfið? „Það eru náttúrulega viðskiptavinirnir mínir, allt þetta frábæra fólk, ég bara tími ekki að hætta, ég bara neita að hætta. Fótaaðgerðir standa upp úr, fólk kemur halt inn en svífur út,” segir Rósa hlæjandi. En hefur hún alltaf verið svona lífsglöð og hress? „Já, ég er svo heppin að ég erfði það frá mömmu minn, hún var alltaf kát og hress. Ég elska því meira vesen því meira gaman finnst mér.” Og fyrsti viðskiptavinir Rósu mættu að sjálfsögðu í hlöðupartýið. „Hún byrjaði að farða mig áður en hún byrjaði að læra, það gerði hún. Svo er ég bara búin að fylgja henni, hún er yndisleg þessi kona, yndisleg,” segir Karen Guðmundsdóttir. Karen Guðmundsdóttirm, sem var fyrsti viðskiptavinur Rósu fyrir 45 árum og er enn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Rósa er afburðamanneskja að því leyti að hún gerir allt vel og hún getur aldrei stoppað og hefur endalausa orku,” segir Pétur Þorvaldsson, bróðir Rósu. Hefur þú farið til hennar? „Nei, ég hef reyndar verið svo heppin að ég er svo snyrtilegur af náttúrunnar hendi að ég hef aldrei þurft að fara,” segir Pétur skellihlæjandi. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var, það gekk reyndar misvel en skemmtileg skemmtun. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var,.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Afmælisfögnuðurinn fór fram á bænum Bíldsfelli en á leiðinni þangað var búið að skreyta brúsapallinn og gera allt klárt áður en gestirnir komu en hér erum við að tala um Rósu Þorvaldsdóttur, eiganda snyrtistofunnar Snyrtimiðstöðin í húsi verslunarinnar, sem bauð viðskiptavinum sínum í gegnum þessi 45 ár í glæsilegt hlöðuball þar sem allir skemmtu sér vel. „Heyrðu, ég er að halda upp á 45 ára starfsafmæli mitt en ég er búin að vera með snyrti- og fótaaðgerðastofu í 45 ár og þetta er rétti dagurinn því þann 24. ágúst 1979 tók ég fyrsta viðskiptavininn minn og búin að vera stanslaust að síðan,” segir Rósa. Hvað hefur verið skemmtilegast við starfið? „Það eru náttúrulega viðskiptavinirnir mínir, allt þetta frábæra fólk, ég bara tími ekki að hætta, ég bara neita að hætta. Fótaaðgerðir standa upp úr, fólk kemur halt inn en svífur út,” segir Rósa hlæjandi. En hefur hún alltaf verið svona lífsglöð og hress? „Já, ég er svo heppin að ég erfði það frá mömmu minn, hún var alltaf kát og hress. Ég elska því meira vesen því meira gaman finnst mér.” Og fyrsti viðskiptavinir Rósu mættu að sjálfsögðu í hlöðupartýið. „Hún byrjaði að farða mig áður en hún byrjaði að læra, það gerði hún. Svo er ég bara búin að fylgja henni, hún er yndisleg þessi kona, yndisleg,” segir Karen Guðmundsdóttir. Karen Guðmundsdóttirm, sem var fyrsti viðskiptavinur Rósu fyrir 45 árum og er enn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Rósa er afburðamanneskja að því leyti að hún gerir allt vel og hún getur aldrei stoppað og hefur endalausa orku,” segir Pétur Þorvaldsson, bróðir Rósu. Hefur þú farið til hennar? „Nei, ég hef reyndar verið svo heppin að ég er svo snyrtilegur af náttúrunnar hendi að ég hef aldrei þurft að fara,” segir Pétur skellihlæjandi. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var, það gekk reyndar misvel en skemmtileg skemmtun. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var,.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira