Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 15:05 Árásin átti sér stað á Skúlagötu laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vísir/Ívar Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“ Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Hann hugsaði sig ekki tvisvar um heldur hóf strax endurlífgun sem skipti sköpum. Mbl.is greindi fyrst frá. Fór í hjartastopp fyrir framan hann „Hún lá bara á jörðinni þegar við gengum fram hjá. Við sáum bara að það var mikið öngþveiti þarna og síðan sá ég hana bara blæðandi og strákur þarna sem var grátandi, öskrandi og bað um aðstoð. Ég fór bara auðvitað strax til hennar og þá fór hún í hjartastopp fyrir framan mig. Ég hugsaði bara, nei guð minn góður þessi stelpa er ekki að fara. Því við erum á Íslandi og þetta er bara áfall fyrir alla,“ segir Ryan í samtali við Vísi en hann hóf strax endurlífgun þegar að stúlkan fór í hjartastopp sem tók um tvær til þrjár mínútur áður en hún hóf að anda aftur. Einn maður var handtekinn eftir árásina á Skúlagötu í gær laust eftir miðnætti en þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Í áfalli eftir nóttina Ryan segist vera í áfalli eftir atburð næturinnar en kveðst þó ánægður að hafa átt leið hjá á þessum tíma til að geta brugðist við með réttum hætti. „Maður er enn þá í áfalli eftir þetta en þetta tókst allavega hjá okkur. Ég vona bara að þetta fari vel hjá þessari stúlku. Þetta var góður tími til að koma þarna að staðnum og gott að ég náði að gera eitthvað. Það var svo góð tilfinning þegar ég sá hana anda aftur. Ég var með blóð út um allt en það skipti ekki máli. Lífið hennar skipti öllu máli. Ég fór heim með blóð á mér öllum en það eina sem ég hugsaði um var hvað verður um þessa stúlku.“ Betri heimur ef allir kynnu endurlífgun Ryan biðlar til fólks að vera alltaf tilbúið að veita hjálparhönd ef það verður vitni að einhverju álíka og minnir á mikilvægi þess að fólk kynni sér fyrstu viðbrögð við slysi. Hann segir það geta skipt öllu máli fyrir líf og heilsu annarra. „Fólk sem heldur að það geti ekki hjálpað. Ég held að allir geti hjálpað hvenær sem er. Ef allir myndu kunna endurlífgun þá væri þetta betri heimur.“
Reykjavík Lögreglumál Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira