Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 09:22 Enn var unnið að rannsókn á vettvangi snemma í morgun. DPA/Thomas Banneyer Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við. Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við.
Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02