Teygjur Ólympíumeistarans ekki fyrir viðkvæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 15:00 Rebeca Andrade með öll verðlaunin sem hún vann á Ólympíuleikunum í París. Getty/Michael Reaves Brasilíska fimleikakonan Rebeca Andrade var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þar sem hún vann til fernra verðlauna. Liðleiki er lífsnauðsynlegur fimleikakonum og það þýðir líka krefjandi teygjuæfingar. Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024 Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira