„Okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2024 22:38 Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur gegn KR. Heimamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu. Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var í skýjunum eftir leik. „Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
„Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira