„Okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2024 22:38 Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur gegn KR. Heimamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu. Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var í skýjunum eftir leik. „Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira
„Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira