Segir framkomu Hjálmars á fundi merki um ofbeldismenningu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 10:22 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Á umhverfis og skipulagsráðsfundi [...] veittist borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, að fjarverandi borgarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttur, á einstaklega rætinn og ómaklegan hátt og tel ég að með orðum sínum hafi hann brotið siðareglur kjörinna fulltrúa [...] auk þess sem ég tel orð hans vera aðför að lýðræði borgarbúa.“ Þetta segir í formlegu bréfi varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins til forseta borgarstjórnar til framlagningar hjá forsætisnefnd sem að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavík, deildi á Facebook-síðu flokksins í dag. Í bréfinu er Hjálmar sakaður um einelti og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Bréfið í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Þar segir að Kolbrún og Helga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokk fólksins, hafi fengið stuðning úr óvæntri átt frá varaborgarfulltrúa sem var ofboðið en hann er þó ekki nafngreindur. Fundurinn var á miðvikudaginn. „Ég hef reyndar ekki mikla trú á að tekið verði af neinni alvöru á málinu í forsætisnefnd svona ef horft er til fyrri reynslu. Þegar um er að ræða minnihlutafulltrúa er ekki mikið gert í svona málum,“ segir í færslu Kolbrúnar. „Langt frá í fyrsta skipti“ Í bréfinu segir að Hjálmar hafi hæðst að og gert lítið úr Kolbrúnu og Helgu, Flokki fólksins og kjósendum flokksins eftir fjölda tillagna frá þeim sem honum hafi blöskrað við að heyra. „Þetta var langt í frá fyrsta skiptið sem hann notar niðurlægjandi svip, tón og orðfæri við minnihlutann svo eftir er tekið. Að þessu sinni tók þó steininn úr þegar hann sagði í viðurvist kjörinna fulltrúa og starfsmanna ráðsins að þau (meirihlutinn) hefðu ýmislegt betra við tímann að gera en að fara yfir tillögur og fyrirspurnir og það frá fulltrúa flokks með aðeins örfá atkvæði á bak við sig.“ Sakar Hjálmar um einelti Þá er tekið fram að framkoma Hjálmars í garð Kolbrúnar sýni ákveðinn dómgreindarbrest og að kjörinn fulltrúi líkt og Kolbrún eigi fullan rétt á nýta atorku og dugnað sinn til að vinna fyrir íbúa borgarinnar á fundum nefnda. „Sýnir ákveðinn dómgreindarbrest en er einnig skýrt merki um ofbeldismenningu sem samræmist ekki siðareglum kjörinna fulltrúa og við getum ekki samþykkt og megum ekki samþykkja í okkar sölum. Ítrekuð framkoma af þessu tagi kallast einelti og það er staðreynd að einelti fær ekki þrifist nema meðvirkni sé einnig til staðar - ég neita að taka þátt í slíku.“ Fundarstjóri trúlega jafn miður sín og aðrir Jafnframt er tekið fram að fundarstjóri hafi sýnt af sér aðgerðarleysi með að stöðva ekki þessa meintu aðför gegn Flokki fólksins á fundinum. „Fundarstjóri hefði getað stöðvað þessa eineltisaðför, dregið úr henni eða vísað til föðurhúsanna en var trúlega jafn miður sín og við hin við þessar aðstæður og lét því nægja að takmarka umræðu í kjölfarið til að geta haldið áfram með fundinn.“ Í bréfinu er óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar til að tryggja öllum sanngjarnan vinnustað í framtíðinni. „Kjörnir fulltrúar koma frá mismunandi flokkum með mismunandi áherslum og það er eðlilegt að við deilum um mismunandi málefni, útfærslur og leiðir að okkar markmiðum en um leið og fundum er snúið upp í að niðurlægja fólk viljandi þá þarf að grípa inn í.“ Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta segir í formlegu bréfi varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins til forseta borgarstjórnar til framlagningar hjá forsætisnefnd sem að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavík, deildi á Facebook-síðu flokksins í dag. Í bréfinu er Hjálmar sakaður um einelti og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Bréfið í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Þar segir að Kolbrún og Helga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokk fólksins, hafi fengið stuðning úr óvæntri átt frá varaborgarfulltrúa sem var ofboðið en hann er þó ekki nafngreindur. Fundurinn var á miðvikudaginn. „Ég hef reyndar ekki mikla trú á að tekið verði af neinni alvöru á málinu í forsætisnefnd svona ef horft er til fyrri reynslu. Þegar um er að ræða minnihlutafulltrúa er ekki mikið gert í svona málum,“ segir í færslu Kolbrúnar. „Langt frá í fyrsta skipti“ Í bréfinu segir að Hjálmar hafi hæðst að og gert lítið úr Kolbrúnu og Helgu, Flokki fólksins og kjósendum flokksins eftir fjölda tillagna frá þeim sem honum hafi blöskrað við að heyra. „Þetta var langt í frá fyrsta skiptið sem hann notar niðurlægjandi svip, tón og orðfæri við minnihlutann svo eftir er tekið. Að þessu sinni tók þó steininn úr þegar hann sagði í viðurvist kjörinna fulltrúa og starfsmanna ráðsins að þau (meirihlutinn) hefðu ýmislegt betra við tímann að gera en að fara yfir tillögur og fyrirspurnir og það frá fulltrúa flokks með aðeins örfá atkvæði á bak við sig.“ Sakar Hjálmar um einelti Þá er tekið fram að framkoma Hjálmars í garð Kolbrúnar sýni ákveðinn dómgreindarbrest og að kjörinn fulltrúi líkt og Kolbrún eigi fullan rétt á nýta atorku og dugnað sinn til að vinna fyrir íbúa borgarinnar á fundum nefnda. „Sýnir ákveðinn dómgreindarbrest en er einnig skýrt merki um ofbeldismenningu sem samræmist ekki siðareglum kjörinna fulltrúa og við getum ekki samþykkt og megum ekki samþykkja í okkar sölum. Ítrekuð framkoma af þessu tagi kallast einelti og það er staðreynd að einelti fær ekki þrifist nema meðvirkni sé einnig til staðar - ég neita að taka þátt í slíku.“ Fundarstjóri trúlega jafn miður sín og aðrir Jafnframt er tekið fram að fundarstjóri hafi sýnt af sér aðgerðarleysi með að stöðva ekki þessa meintu aðför gegn Flokki fólksins á fundinum. „Fundarstjóri hefði getað stöðvað þessa eineltisaðför, dregið úr henni eða vísað til föðurhúsanna en var trúlega jafn miður sín og við hin við þessar aðstæður og lét því nægja að takmarka umræðu í kjölfarið til að geta haldið áfram með fundinn.“ Í bréfinu er óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar til að tryggja öllum sanngjarnan vinnustað í framtíðinni. „Kjörnir fulltrúar koma frá mismunandi flokkum með mismunandi áherslum og það er eðlilegt að við deilum um mismunandi málefni, útfærslur og leiðir að okkar markmiðum en um leið og fundum er snúið upp í að niðurlægja fólk viljandi þá þarf að grípa inn í.“
Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira