Skilur Guðlaugur Þór orkumál? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2024 07:31 Í ræðustól á Alþingi í janúar síðastliðnum hélt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því fram að þjóðin væri í vanda því við hefðum „ekki gert neitt í 15 ár þegar kemur að raforkunni“. Þetta hefur hann endurtekið ítrekað í fjölmiðlum og greinum og aðrir apað upp eftir honum. Að hægt sé að halda því fram að hér hafi ekkert gerst í raforkumálum síðustu 15 ár er óskiljanlegt. Árið 2007, eða fyrir rúmum 15 árum, var Kárahnjúkavirkjun gangsett með 690 MW í uppsettu afli. Hún er langstærsta virkjun landsins og framleiðir um fjórðung af heildarraforkuframleiðslu Íslendinga. Frá gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar hafa 36 nýjar virkjanir verið ræstar. Það er öll „stöðnunin“. Af þeim eru þrjár stórvirkjanir í eigu Landsvirkjunar; Búðarhálsvirkjun upp á 95 MW, Þeistareykjavirkjun upp á 90 MW og Búrfellsvirkjun 2 með 100 MW. Samtals eru þessar 36 virkjanir með afl upp á 330 MW og framleiddu árið 2023 um 2.500 GWst. Þær eru því á við hálfa Kárahnjúkavirkjun. Raunar hefur heildarraforkuframleiðsla á Íslandi aukist umfram það, eða um 3.300 GWst/ári á síðustu 15 árum – farið úr 16.900 GWst árið 2009 upp í 20.200 GWst árið 2023. Það er aukning upp á um 20%, og margfalt meira en hjá nánast öllum öðrum vestrænum ríkjum. Í hvað hefur þessi raforkuaukning síðustu 15 ára farið? Raforkunotkun heimilanna hefur aðeins aukist lítillega á þessum tíma svo ekki er skýringanna að leita í fjölgun íbúa. Almennur atvinnurekstur og þjónusta hafa fengið sitt, sem er eðlilegt og hið besta mál. Aðalorkusugurnar eru stórnotendur því hér hafa sprottið upp kísilver og gagnaver um leið og álver hafa aukið notkun sína. Stóriðja notaði um 13.000 GWst árið 2009 en notar nú um 16.000 GWst/ári (um 80% af heildarraforkuframleiðslu Íslendinga). Hún hefur því tekið til sín 90% af aukningu síðustu 15 ára. Með öðrum orðum: Á Íslandi hefur stórvirkjana- og stóriðjustefnan lifað góðu lífi síðustu fimmtán árin, eins og hún gerði í fjörutíu ár á undan. Svo góðu lífi raunar að nú er komið að skuldadögum: Ef ekki á að halda áfram að saxa niður íslenska náttúru, klippa í sundur stórfljót, höggva skörð í hálendissvæði og óbyggðir, og fylla land og augu af vindmyllum þarf að snúa strax af braut stórvirkjana og stóriðju. Umræða síðustu missera af hálfu orkumálaráðherra og annarra hefur hins vegar snúist um það eitt að fá þjóðina til að trúa því að langmesta raforkuframleiðsluþjóð heims, miðað við höfðatölu, þurfi enn að tvöfalda framleiðsluna. Til að fá okkur til að trúa því er ítrekað logið að þjóðinni að hér skorti raforku. „Skorturinn“ sem stjórnvöld og orkufyrirtæki telja sig eiga við að stríða er þó augljóst sjálfskaparvíti. Í þeirra munni hefur alltaf skort orku. Við komumst aldrei á lygnan sjó. Ástæðan er sú að orkufyrirtækin hafa ekki aðeins selt jafnharðan alla viðbótarorku heldur sífellt lofað meiru! Eins og alþjóð veit er eftirspurn eftir ódýrri raforku ótæmandi og markaðurinn ómettanlegur. Því verður alltaf „orkuskortur“ þegar svona er haldið á spilum. Íslendingar þurfa alls ekki stóreflda raforkuframleiðslu heldur breytta og skynsamlegri nýtingu. Helst þurfum við þó umfram allt hæfari stjórnmálamenn og stjórnendur orkufyrirtækja sem skilja raunverulegt hlutverk sitt, sem er að passa upp á auðlindir, og hrauna ekki yfir náttúru, umhverfi og samfélög. Það hafa þeir ekki gert hingað til, heldur þvert á móti og virðist stefna í enn frekari ógöngur. Nú skal halda áfram að byggja upp orkufrekan iðnað og ekki aðeins með raforku frá opinberum orkufyrirtækjum heldur á að hleypa að erlendum vindorkufyrirtækjum sem kæra sig kollótt um afleiðingar áforma sinna. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur gildi íslenskrar náttúru, og áttar sig á því að náttúruverðmæti eru ekki hrein eign fyrir núlifandi kynslóðir til að háma í sig, heldur eign barnanna okkar og óborinna kynslóða. Óspillt náttúra spilar lykilhlutverk í baráttunni við yfirvofandi loftslagsbreytingar. Svo furðulegt sem það er sýnir umhverfisráðherra stundum skilning á verðmætum víðernanna. Í nýlegu viðtali sagði hann að 98% ferðamanna komi hingað vegna ósnortinnar náttúru. „Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti,“ sagði Guðlaugur Þór. „Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur,“ en bætti svo strax við „en við verðum að framkvæma.“ Með öðrum orðum, náttúran og víðernin eru afskaplega verðmæt, en það á samt að fórna þeim í þágu stóriðjunnar. Það er engu líkara en Dr. Jekyll sé umhverfisráðherra en Mr. Hyde fari með stjórn orkumála á Íslandi. Virkjanakór stjórnmálamanna og orkufyrirtækja tönglast á að hér þurfi að virkja hratt og mikið vegna „orkuskorts“. Um leið reynir hann að hylja óslökkvandi orkuþorstann með því að klæðast búningi baráttunnar við loftslagsbreytingar. Það er augljóst yfirvarp því orkuna á alla að selja hæstbjóðanda; gagnaverum, iðjuverum, orkusóðum, hverjum sem er. Hinn meinti „orkuskortur“ er sjálfskaparvíti nátttrölla sem eru ófær um að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Snæbjörn Guðmundsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í ræðustól á Alþingi í janúar síðastliðnum hélt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því fram að þjóðin væri í vanda því við hefðum „ekki gert neitt í 15 ár þegar kemur að raforkunni“. Þetta hefur hann endurtekið ítrekað í fjölmiðlum og greinum og aðrir apað upp eftir honum. Að hægt sé að halda því fram að hér hafi ekkert gerst í raforkumálum síðustu 15 ár er óskiljanlegt. Árið 2007, eða fyrir rúmum 15 árum, var Kárahnjúkavirkjun gangsett með 690 MW í uppsettu afli. Hún er langstærsta virkjun landsins og framleiðir um fjórðung af heildarraforkuframleiðslu Íslendinga. Frá gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar hafa 36 nýjar virkjanir verið ræstar. Það er öll „stöðnunin“. Af þeim eru þrjár stórvirkjanir í eigu Landsvirkjunar; Búðarhálsvirkjun upp á 95 MW, Þeistareykjavirkjun upp á 90 MW og Búrfellsvirkjun 2 með 100 MW. Samtals eru þessar 36 virkjanir með afl upp á 330 MW og framleiddu árið 2023 um 2.500 GWst. Þær eru því á við hálfa Kárahnjúkavirkjun. Raunar hefur heildarraforkuframleiðsla á Íslandi aukist umfram það, eða um 3.300 GWst/ári á síðustu 15 árum – farið úr 16.900 GWst árið 2009 upp í 20.200 GWst árið 2023. Það er aukning upp á um 20%, og margfalt meira en hjá nánast öllum öðrum vestrænum ríkjum. Í hvað hefur þessi raforkuaukning síðustu 15 ára farið? Raforkunotkun heimilanna hefur aðeins aukist lítillega á þessum tíma svo ekki er skýringanna að leita í fjölgun íbúa. Almennur atvinnurekstur og þjónusta hafa fengið sitt, sem er eðlilegt og hið besta mál. Aðalorkusugurnar eru stórnotendur því hér hafa sprottið upp kísilver og gagnaver um leið og álver hafa aukið notkun sína. Stóriðja notaði um 13.000 GWst árið 2009 en notar nú um 16.000 GWst/ári (um 80% af heildarraforkuframleiðslu Íslendinga). Hún hefur því tekið til sín 90% af aukningu síðustu 15 ára. Með öðrum orðum: Á Íslandi hefur stórvirkjana- og stóriðjustefnan lifað góðu lífi síðustu fimmtán árin, eins og hún gerði í fjörutíu ár á undan. Svo góðu lífi raunar að nú er komið að skuldadögum: Ef ekki á að halda áfram að saxa niður íslenska náttúru, klippa í sundur stórfljót, höggva skörð í hálendissvæði og óbyggðir, og fylla land og augu af vindmyllum þarf að snúa strax af braut stórvirkjana og stóriðju. Umræða síðustu missera af hálfu orkumálaráðherra og annarra hefur hins vegar snúist um það eitt að fá þjóðina til að trúa því að langmesta raforkuframleiðsluþjóð heims, miðað við höfðatölu, þurfi enn að tvöfalda framleiðsluna. Til að fá okkur til að trúa því er ítrekað logið að þjóðinni að hér skorti raforku. „Skorturinn“ sem stjórnvöld og orkufyrirtæki telja sig eiga við að stríða er þó augljóst sjálfskaparvíti. Í þeirra munni hefur alltaf skort orku. Við komumst aldrei á lygnan sjó. Ástæðan er sú að orkufyrirtækin hafa ekki aðeins selt jafnharðan alla viðbótarorku heldur sífellt lofað meiru! Eins og alþjóð veit er eftirspurn eftir ódýrri raforku ótæmandi og markaðurinn ómettanlegur. Því verður alltaf „orkuskortur“ þegar svona er haldið á spilum. Íslendingar þurfa alls ekki stóreflda raforkuframleiðslu heldur breytta og skynsamlegri nýtingu. Helst þurfum við þó umfram allt hæfari stjórnmálamenn og stjórnendur orkufyrirtækja sem skilja raunverulegt hlutverk sitt, sem er að passa upp á auðlindir, og hrauna ekki yfir náttúru, umhverfi og samfélög. Það hafa þeir ekki gert hingað til, heldur þvert á móti og virðist stefna í enn frekari ógöngur. Nú skal halda áfram að byggja upp orkufrekan iðnað og ekki aðeins með raforku frá opinberum orkufyrirtækjum heldur á að hleypa að erlendum vindorkufyrirtækjum sem kæra sig kollótt um afleiðingar áforma sinna. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur gildi íslenskrar náttúru, og áttar sig á því að náttúruverðmæti eru ekki hrein eign fyrir núlifandi kynslóðir til að háma í sig, heldur eign barnanna okkar og óborinna kynslóða. Óspillt náttúra spilar lykilhlutverk í baráttunni við yfirvofandi loftslagsbreytingar. Svo furðulegt sem það er sýnir umhverfisráðherra stundum skilning á verðmætum víðernanna. Í nýlegu viðtali sagði hann að 98% ferðamanna komi hingað vegna ósnortinnar náttúru. „Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti,“ sagði Guðlaugur Þór. „Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur,“ en bætti svo strax við „en við verðum að framkvæma.“ Með öðrum orðum, náttúran og víðernin eru afskaplega verðmæt, en það á samt að fórna þeim í þágu stóriðjunnar. Það er engu líkara en Dr. Jekyll sé umhverfisráðherra en Mr. Hyde fari með stjórn orkumála á Íslandi. Virkjanakór stjórnmálamanna og orkufyrirtækja tönglast á að hér þurfi að virkja hratt og mikið vegna „orkuskorts“. Um leið reynir hann að hylja óslökkvandi orkuþorstann með því að klæðast búningi baráttunnar við loftslagsbreytingar. Það er augljóst yfirvarp því orkuna á alla að selja hæstbjóðanda; gagnaverum, iðjuverum, orkusóðum, hverjum sem er. Hinn meinti „orkuskortur“ er sjálfskaparvíti nátttrölla sem eru ófær um að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun