Með færslunni deilir hann svo mynd af íslenskri náttúru. Færslan er frá því í gær.
#Iceland #bucketlist Cheryl and I are loving our exploration Want more pics? pic.twitter.com/wAYafu2imr
— Ron Howard (@RealRonHoward) August 20, 2024
Þann 13. ágúst deildi hann annarri færslu af svani og sagði barnabörnin njóta þess að hafa hitt hann í fjallgöngu. Óljóst er hvort sú mynd er tekin á Íslandi líka.
Howard hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The Hillbilly Elegy sem er byggð á ævisögu JD Vance varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, The Da Vinci Code, Apollo 13 og A Beatiful Mind. Þá er hann höfundur þáttanna Parenthood og framleiðandi Arrested Development.
Howard er ekki eina Hollywood-stjarnan á landinu því leikarinn Brad Pitt fékk sér hamborgara í Laugum um helgina.