Sport

Brjálaður yfir því að sá besti í heimi komst upp með að falla á lyfja­prófi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Kyrgios, til hægri, er mjög ósáttur með hversu vel Jannik Sinner slapp þrátt fyrir að falla tvisvar á lyfjaprófi.
Nick Kyrgios, til hægri, er mjög ósáttur með hversu vel Jannik Sinner slapp þrátt fyrir að falla tvisvar á lyfjaprófi. Getty/Vaughn Ridley

Ástralska tennisstjarnan Nick Kyrgios skilur ekkert í því hvernig íþróttamaður getur fallið á lyfjaprófi og haldið síðan áfram að keppa eins og ekkert hafi í skorist.

Jannik Sinner, sem er efstur á heimslistanum í tennis, slapp með skrekkinn þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í mars. Hann var sýknaður þar sem að skýring hans var tekin trúanleg.

„Fáránlegt, hvort sem þetta var slys eða skipulagt. Þú fellur á tveimur mismunandi lyfjaprófum. Þú áttir alltaf að fá tveggja ára bann. Frammistaðan þín varð betri. Nuddkrem ... já einmitt,“ skrifaði Kyrgios á samfélagsmiðla.

Sterinn clostebol fannst í tveimur sýnum Skinner en sá steri ýtir undir uppbyggingu vöðvamassa.

Skinner hélt því fram að sterinn hafi komist inn í líkaman hans fyrir slysni og frá starfsmanni sem hafði notað sprey með clostebol til að græða lítið sár hjá sér.

Þessi starfsmaður nuddaði Skinner reglulega frá 5. til 13. mars og allan tímann var starfsmaðurinn sjálfur að nota þetta sprey til að huga að umræddu sári sínu.

Lyfjaeftirlitið tók skýringar Skinner trúanlegar og hann var því sýknaður. Það verður líka að taka það fram að magnið af steranum var í mjög litlu magni í sýni Skinner.

Þekkt er þegar norska skíðagöngukonan Therese Johaug var dæmd í tveggja ára bann þegar clostebol fannst í sýni hennar. Hún var þá að nota krem til að græða sár við munn í miklum kulda í æfingabúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×