„...nema sveitarstjórnir og lögregla“ Kristín Magnúsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 19:01 Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Landbúnaður Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun