Höfðu hendur í hári barnsmorðingjans Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:47 Löreglumenn fylgjast með minningarstund um Mateo, ellefu ára gamlan dreng sem var stunginn til bana í bænum Mocejón á Spáni um helgina. Vísir/Getty Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum. Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða. Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Helmingur blaðamanna landsins í verkfalli í aðdraganda þingkosninga Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða.
Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Helmingur blaðamanna landsins í verkfalli í aðdraganda þingkosninga Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34