„Fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þings Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. ágúst 2024 10:39 Þingmenn eiga það til að mæta undir áhrifum í þingsal þegar þingfundir dragast á langinn. vísir/vilhelm Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig. Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig.
Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira