Þingmaðurinn lygni játar sekt sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 00:00 Santos játaði sekt sína í 23 ákæruliðum fyrir alríkisdóm í dag, þeirra á meðal auðkennisþjófnaði og fjárdrætti. Getty/Michael M. Santiago George Santos var sviptur sæti sínu í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þegar upp komst um umfangsmiklar lygar og fjármálamisferli og á hann nú yfir höfði sér fangelsisvist. Hinn 36 ára George Santos var fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en í dag játaði hann fyrir alríkisdóm að hafa stundað fjárdrátt, villað sér heimildir og stórfelld fjársvik af ýmsum toga. Fé úr kosningasjóði í lúxusfatnað og klám Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir ríkissaksóknara í New York-ríki að George Santos hafi að því er virðist sagt sannleikann í fyrsta sinn frá því hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Með því að játa hefur herra Santos gengist við því að hafa ítrekað svikið alríkis- og fylkisstjórnir ásamt eigin fjölskyldu, stuðningsfólk og kjósendur. Blygðunarlaus og óskammfeilinn framgangur hans hefur verið upplýstur og hann verður látinn svara til saka fyrir hann,“ er haft eftir Breon Peace ríkissaksóknara. Santos var í fyrra ákærður í fjölda liða fyrir að hafa dregið sér fé úr eigin kosningasjóðum til að nýta í lúxusfatnað, ferðalög og klámsíður, svo nokkuð sé nefnt. Honum var í kjölfarið vikið af þingi en hann er aðeins þriðji þingmaðurinn til að hljóta slíkan dóm í hálfa aðra öld. Staðráðinn í að læra af reynslunni Mikið fór fyrir Santos á meðan stutt dvöl hans á Bandaríkjaþing varði. Hann varð meðal annars uppvís um að ljúga um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og meintan starfsferil hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann hafði þá einnig logið um að hann ætti að baki glæstan feril í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti. Honum var vikið af þingi í annarri tilraun en hann stóð af sér þá fyrstu. Tvo þriðju þingmanna þarf til að þingmanni sé vísað af þingi. Hann varð þá sjötti þingmaður Bandaríkjasögu til að ljúka þingsetu á þennan síður en álitlegan hátt. Former Congressman George Santos, “I failed you”Just now outside court ====> pic.twitter.com/fzOIRi4toj— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) August 19, 2024 „Ég átta mig á því að með athæfi mínu hafi ég svikið stuðningsmenn mína og kjósendur. Ég er staðráðinn í að bæta upp fyrir þetta og læra af þessari reynslu,“ sagði Santos þegar hann ávarpaði blaðamenn tárvotur fyrir utan dómsalinn. Mál George Santos Bandaríkin Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Hinn 36 ára George Santos var fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en í dag játaði hann fyrir alríkisdóm að hafa stundað fjárdrátt, villað sér heimildir og stórfelld fjársvik af ýmsum toga. Fé úr kosningasjóði í lúxusfatnað og klám Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir ríkissaksóknara í New York-ríki að George Santos hafi að því er virðist sagt sannleikann í fyrsta sinn frá því hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Með því að játa hefur herra Santos gengist við því að hafa ítrekað svikið alríkis- og fylkisstjórnir ásamt eigin fjölskyldu, stuðningsfólk og kjósendur. Blygðunarlaus og óskammfeilinn framgangur hans hefur verið upplýstur og hann verður látinn svara til saka fyrir hann,“ er haft eftir Breon Peace ríkissaksóknara. Santos var í fyrra ákærður í fjölda liða fyrir að hafa dregið sér fé úr eigin kosningasjóðum til að nýta í lúxusfatnað, ferðalög og klámsíður, svo nokkuð sé nefnt. Honum var í kjölfarið vikið af þingi en hann er aðeins þriðji þingmaðurinn til að hljóta slíkan dóm í hálfa aðra öld. Staðráðinn í að læra af reynslunni Mikið fór fyrir Santos á meðan stutt dvöl hans á Bandaríkjaþing varði. Hann varð meðal annars uppvís um að ljúga um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og meintan starfsferil hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann hafði þá einnig logið um að hann ætti að baki glæstan feril í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti. Honum var vikið af þingi í annarri tilraun en hann stóð af sér þá fyrstu. Tvo þriðju þingmanna þarf til að þingmanni sé vísað af þingi. Hann varð þá sjötti þingmaður Bandaríkjasögu til að ljúka þingsetu á þennan síður en álitlegan hátt. Former Congressman George Santos, “I failed you”Just now outside court ====> pic.twitter.com/fzOIRi4toj— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) August 19, 2024 „Ég átta mig á því að með athæfi mínu hafi ég svikið stuðningsmenn mína og kjósendur. Ég er staðráðinn í að bæta upp fyrir þetta og læra af þessari reynslu,“ sagði Santos þegar hann ávarpaði blaðamenn tárvotur fyrir utan dómsalinn.
Mál George Santos Bandaríkin Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent