Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Erna Guðmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun