Bronshetja Svía í bann fyrir mótmælin Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Tara Babulfath reyndi hvað hún gat að eiga við dómarann í undanúrslitaglímunni við Natsumi Tsunoda á ÓL í París. Getty/Buda Mendes Hin 18 ára gamla Tara Babulfath frá Svíþjóð vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum en hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða bann vegna hegðunar sinnar á leikunum. Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath. Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sjá meira
Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath.
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti