Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn á Íslandi - nú þarf að vanda til verka Guðrún E. Gunnarsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir og Ludvig Guðmundsson skrifa 18. ágúst 2024 09:59 Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá sker upp herör Börnin eru framtíðin. Öll viljum við hag þeirra sem mestan og bestan. Því er fagnaðarefni að í haust verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn á Íslandi. Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, hvetur skólayfirvöld til að nýta tækifærið og gera kröfur um umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir og sjá til þess að þeim kröfum verið fylgt eftir. Fáum blandast hugur um mikilvægi góðrar næringar fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast. Þar skiptir mestu máli gott og heilnæmt hráefni sem er lítið unnið og meðhöndlað af fagmennsku. Gjörunnin matvæli eiga þar lítið erindi, enda hafa rannsóknir undanfarinna ára sýnt að fáar tegundir matvæla hafa verri áhrif á heilsu. Skólamaturinn er ein af meginmáltíðum dagsins fyrir öll skólabörn og því er hér á ferðinni mikilvægt lýðheilsumál þar sem sannarlega þarf að vanda til verka. Umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt Í dag valda matvæli um þriðjungi af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og eru þar með ein af meginástæðum hlýnunar jarðar. Með því að velja umhverfisvænni kost og ekki síst minnka matarsóun við framreiðslu tugþúsunda máltíða hvern skóladag, má hafa veruleg áhrif á losun vegna fæðu. Það vill svo vel til að umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt, raunar svo, að það fæði sem tengist bestri heilsu er það sem einnig er gott fyrir umhverfið. Því ætti að vera borðleggjandi að samræma þessa tvo mikilvægu þætti. Norrænar næringarráðleggingarnar sem komu út 2023 taka nú í fyrsta sinn ekki aðeins til heilsufarslegra þátta heldur einnig umhverfisþátta. Þar er m.a. mælt með að fólk borði meira af grænmeti og fæði úr jurtaríkinu almennt, meiri fisk en minna af kjöti og gjörunnum matvælum. Unnið er að íslenskum ráðleggingum sem byggja á þeim norrænu, og verður þar einnig tekið til umhverfisþátta. Embætti landlæknis hefur allt frá árinu 2003 gefið út Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Handbókin hefur verið uppfærð reglulega og byggir á ráðleggingum um mataræði. Þar eru góðar og ítarlegar leiðbeiningar og ráð varðandi skólamatinn, þar er fjallað um matarumhverfið, hollustu, matseðlagerð, innkaup, matarsóun og margt fleira. Í Handbókinni er einnig vísað til innkaupastefnu ríkisins þar sem rík áhersla er lögð á umhverfisvernd, kolefnisspor og vistvæn innkaup. Gert er ráð fyrir að Handbókin verði uppfærð skv. nýjustu útgáfu ráðlegginganna. Leiðbeiningarnar vantar því ekki en spurningin er um að nýta það sem til er og síðan að huga að eftirfylgninni. Mótun matarvenja hefst í bernsku Mótun matarvenja hefst í bernsku og því hafa skólamáltíðir mikilvægu hlutverki að gegna, ekki aðeins fyrir næringu dagsins í dag, heldur jafnframt fyrir framtíðarvenjur og viðhorf barnanna til matar og umhverfis. Notalegt umhverfi þar sem börnunum líður vel á matmálstíma hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á viðhorf þeirra til matarins. Matarsóun vegna lystarleysis, tímaskorts eða matvendni barna er mikil áskorun sem þarf að takast á við með öllum ráðum. Okkur er kunnugt um að margir skólar hafa reynt að takast á við vandann en betur má ef duga skal. Áhugasamir matráðar þar sem maturinn er eldaður á staðnum, hafa sumir hverjir gjörbreytt upplifun nemenda og minnkað matarsóun. Sums staðar hafa börn líka verið virkjuð og fengið að koma með tillögur að matseðlagerð, og á þann hátt fengið jákvæða reynslu og fræðslu um umhverfi, hollustu og kostnað matarins. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga og ríkis vegna þessa verkefnis verður umtalsverður, hleypur á milljörðum á ári. Það er því til mikils að vinna að gætt verði að hagkvæmni og vönduðum vinnubrögðum. Aldin skorar á sveitarstjórnarmenn og skólayfirvöld um land allt að nýta tækifærið sem hér gefst til að bæta umsjón og gæðastýringu skólamatarins til að tryggja að í boði verði holl og góð fæða sem gengur ekki á umhverfi eða náttúru. Börnin okkar eiga það besta skilið. Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Ludvig Guðmundsson læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá sker upp herör Börnin eru framtíðin. Öll viljum við hag þeirra sem mestan og bestan. Því er fagnaðarefni að í haust verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn á Íslandi. Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, hvetur skólayfirvöld til að nýta tækifærið og gera kröfur um umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir og sjá til þess að þeim kröfum verið fylgt eftir. Fáum blandast hugur um mikilvægi góðrar næringar fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast. Þar skiptir mestu máli gott og heilnæmt hráefni sem er lítið unnið og meðhöndlað af fagmennsku. Gjörunnin matvæli eiga þar lítið erindi, enda hafa rannsóknir undanfarinna ára sýnt að fáar tegundir matvæla hafa verri áhrif á heilsu. Skólamaturinn er ein af meginmáltíðum dagsins fyrir öll skólabörn og því er hér á ferðinni mikilvægt lýðheilsumál þar sem sannarlega þarf að vanda til verka. Umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt Í dag valda matvæli um þriðjungi af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og eru þar með ein af meginástæðum hlýnunar jarðar. Með því að velja umhverfisvænni kost og ekki síst minnka matarsóun við framreiðslu tugþúsunda máltíða hvern skóladag, má hafa veruleg áhrif á losun vegna fæðu. Það vill svo vel til að umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt, raunar svo, að það fæði sem tengist bestri heilsu er það sem einnig er gott fyrir umhverfið. Því ætti að vera borðleggjandi að samræma þessa tvo mikilvægu þætti. Norrænar næringarráðleggingarnar sem komu út 2023 taka nú í fyrsta sinn ekki aðeins til heilsufarslegra þátta heldur einnig umhverfisþátta. Þar er m.a. mælt með að fólk borði meira af grænmeti og fæði úr jurtaríkinu almennt, meiri fisk en minna af kjöti og gjörunnum matvælum. Unnið er að íslenskum ráðleggingum sem byggja á þeim norrænu, og verður þar einnig tekið til umhverfisþátta. Embætti landlæknis hefur allt frá árinu 2003 gefið út Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Handbókin hefur verið uppfærð reglulega og byggir á ráðleggingum um mataræði. Þar eru góðar og ítarlegar leiðbeiningar og ráð varðandi skólamatinn, þar er fjallað um matarumhverfið, hollustu, matseðlagerð, innkaup, matarsóun og margt fleira. Í Handbókinni er einnig vísað til innkaupastefnu ríkisins þar sem rík áhersla er lögð á umhverfisvernd, kolefnisspor og vistvæn innkaup. Gert er ráð fyrir að Handbókin verði uppfærð skv. nýjustu útgáfu ráðlegginganna. Leiðbeiningarnar vantar því ekki en spurningin er um að nýta það sem til er og síðan að huga að eftirfylgninni. Mótun matarvenja hefst í bernsku Mótun matarvenja hefst í bernsku og því hafa skólamáltíðir mikilvægu hlutverki að gegna, ekki aðeins fyrir næringu dagsins í dag, heldur jafnframt fyrir framtíðarvenjur og viðhorf barnanna til matar og umhverfis. Notalegt umhverfi þar sem börnunum líður vel á matmálstíma hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á viðhorf þeirra til matarins. Matarsóun vegna lystarleysis, tímaskorts eða matvendni barna er mikil áskorun sem þarf að takast á við með öllum ráðum. Okkur er kunnugt um að margir skólar hafa reynt að takast á við vandann en betur má ef duga skal. Áhugasamir matráðar þar sem maturinn er eldaður á staðnum, hafa sumir hverjir gjörbreytt upplifun nemenda og minnkað matarsóun. Sums staðar hafa börn líka verið virkjuð og fengið að koma með tillögur að matseðlagerð, og á þann hátt fengið jákvæða reynslu og fræðslu um umhverfi, hollustu og kostnað matarins. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga og ríkis vegna þessa verkefnis verður umtalsverður, hleypur á milljörðum á ári. Það er því til mikils að vinna að gætt verði að hagkvæmni og vönduðum vinnubrögðum. Aldin skorar á sveitarstjórnarmenn og skólayfirvöld um land allt að nýta tækifærið sem hér gefst til að bæta umsjón og gæðastýringu skólamatarins til að tryggja að í boði verði holl og góð fæða sem gengur ekki á umhverfi eða náttúru. Börnin okkar eiga það besta skilið. Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Ludvig Guðmundsson læknir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun