Skuldadagar Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Haraldur Þór Jónsson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að það sé komið að skuldardögum í orkumálum, komið sé að tíma framkvæmda. Mikið er ég sammála ráðherranum um að við eigum að afla aukinnar grænnar orku. Orka er undirstaða sjálfstæði þjóða og takist okkur að verða sjálfbær í orku eykur það lífsgæði allra Íslendinga. Í byrjun árs 2023 vann KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum orkuvinnslu á Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem um 35% allra raforku Landsvirkjunar hefur verið framleidd. Niðurstaðan var sláandi. Skattaumhverfi orkuvinnslu sýndi fram á að sveitarfélagið getur borið beint fjárhagslegt tjón af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Samt er framleitt rafmagn í dag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Í framhaldi að því hófst mikil vinna hjá Samtökum orkusveitarfélaga þar sem útfærðar voru tillögur sem myndu laga stöðuna. Ríkisstjórnin áttaði sig á því að þetta væri ekki góð staða og skipaður var starfshópur til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn vann frábært starf og skilaði fullmótuðum tillögum þann 8. febrúar á þessu ári sem þáverandi fjármálaráðherra kynnti. Tilkynnt var að búið væri að samþykkja tillögurnar í ríkisstjórn og næsta skref væri að leggja fram frumvarp sem tryggir sveitarfélögum og íbúum þess sanngjarnan ávinning af grænni orkuvinnslu. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ítrekað hefur verið kallað eftir frumvarpinu en fátt er um svör. Sveitarfélög sem átta sig á því að enginn ávinningur er að því að heimila framkvæmdir á orkumannvirkjum munu ekki sætta sig við slíkt. Sveitarfélög sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni af því að heimila orkumannvirki eru að brjóta á rétti íbúa sinna með því að heimila virkjanir sem veldur sveitarfélögunum tjóni. Forsendan fyrir því að tími framkvæmda hefjist í uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu er að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp sem afnemur undanþágur orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga. Slíkt frumvarp þarf að verða að lögum og þannig tryggjum við ávinning allra Íslendinga af grænni orkuframleiðslu. Það er sannarlega komið að skuldardögum og ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að það sé komið að skuldardögum í orkumálum, komið sé að tíma framkvæmda. Mikið er ég sammála ráðherranum um að við eigum að afla aukinnar grænnar orku. Orka er undirstaða sjálfstæði þjóða og takist okkur að verða sjálfbær í orku eykur það lífsgæði allra Íslendinga. Í byrjun árs 2023 vann KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum orkuvinnslu á Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem um 35% allra raforku Landsvirkjunar hefur verið framleidd. Niðurstaðan var sláandi. Skattaumhverfi orkuvinnslu sýndi fram á að sveitarfélagið getur borið beint fjárhagslegt tjón af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Samt er framleitt rafmagn í dag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem dugar öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Í framhaldi að því hófst mikil vinna hjá Samtökum orkusveitarfélaga þar sem útfærðar voru tillögur sem myndu laga stöðuna. Ríkisstjórnin áttaði sig á því að þetta væri ekki góð staða og skipaður var starfshópur til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn vann frábært starf og skilaði fullmótuðum tillögum þann 8. febrúar á þessu ári sem þáverandi fjármálaráðherra kynnti. Tilkynnt var að búið væri að samþykkja tillögurnar í ríkisstjórn og næsta skref væri að leggja fram frumvarp sem tryggir sveitarfélögum og íbúum þess sanngjarnan ávinning af grænni orkuvinnslu. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ítrekað hefur verið kallað eftir frumvarpinu en fátt er um svör. Sveitarfélög sem átta sig á því að enginn ávinningur er að því að heimila framkvæmdir á orkumannvirkjum munu ekki sætta sig við slíkt. Sveitarfélög sem verða fyrir fjárhagslegu tjóni af því að heimila orkumannvirki eru að brjóta á rétti íbúa sinna með því að heimila virkjanir sem veldur sveitarfélögunum tjóni. Forsendan fyrir því að tími framkvæmda hefjist í uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu er að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp sem afnemur undanþágur orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofnun sveitarfélaga. Slíkt frumvarp þarf að verða að lögum og þannig tryggjum við ávinning allra Íslendinga af grænni orkuframleiðslu. Það er sannarlega komið að skuldardögum og ábyrgðin liggur hjá ríkisstjórninni! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun