Vandaður aðdragandi vindorkuvers Hörður Arnarson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun