Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:25 Rauðu örvarnar, Red Arrows, á æfingu fyrr á árinu í tilefni 60 ára afmælis flugsveitarinnar. Royal Air Force Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í sýningarför til Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Jafnframt fagna Rauðu örvarnar 60 ára afmæli í ár og er fyrirhugað að sveitin haldi á annan tug flugsýninga í Kanada næsta mánuðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30. Í tilkynningu ráðuneytisins er rifjað upp að Rauðu örvarnar hafi áður komið til Íslands og sýnt listir sínar, til dæmis árin 2002 og 2008. Í heimsókninni árið 2002 flaug flugsveitin lágt yfir Reykjavík. Þá muna eflaust margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eftir magnaðri flugsýningu Rauðu örvanna yfir Reykjavíkurflugvelli í ágústmánuði árið 1970. Þess má geta að flugsveit konunglega breska flughersins, Royal Air Force, er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir. Sú flugsveit samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Bretland Kanada NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í sýningarför til Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Jafnframt fagna Rauðu örvarnar 60 ára afmæli í ár og er fyrirhugað að sveitin haldi á annan tug flugsýninga í Kanada næsta mánuðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30. Í tilkynningu ráðuneytisins er rifjað upp að Rauðu örvarnar hafi áður komið til Íslands og sýnt listir sínar, til dæmis árin 2002 og 2008. Í heimsókninni árið 2002 flaug flugsveitin lágt yfir Reykjavík. Þá muna eflaust margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eftir magnaðri flugsýningu Rauðu örvanna yfir Reykjavíkurflugvelli í ágústmánuði árið 1970. Þess má geta að flugsveit konunglega breska flughersins, Royal Air Force, er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir. Sú flugsveit samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Bretland Kanada NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira