Karelina játaði í réttarhöldum sem fóru fram fyrir luktum dyrum. Hún var búsett í Los Angeles og öðlaðist bandarískan ríkisborgararétt árið 2021. Hún var handtekinn í heimsókn til fjölskyldu sinnar í borginni Yekaterinburg í janúar. Borgin er um sextán hundruð kílómetra austur af höfuðborginni Moskvu.
Saksóknari krafðist fimmtán ára fangelsis. Dómstóllinn í Yekaterinburg komst að þeirri niðurstöðu að Karelina hefði gerst sek um alvarlegt landráð. Hún mun afplána í almennu fangelsi.
Karelina hefur verið sökuð um að hafa með aflað fjár fyrir úkraínsk samtök sem sjá úkraínska hernum fyrir vopnum. Umrædd samtök nefndast Razom og lýstu hneykslan sinni á handtöku Karelinu í janúar.
Christ van Heerden er kærasti Karelinu. Hann sagði í síðustu viku hafa verið ein taugahrúga að fylgjast með réttarhöldunum.
„Ég get með engu móti sett mig í hennar spor eða ímyndað mér hvað hún er að ganga í gegnum.“