Hver á vindinn? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 09:00 Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar