Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. ágúst 2024 10:00 Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði hefur fengið góðar viðtökur. skjáskot / stöð 2 Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira