Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. ágúst 2024 10:00 Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði hefur fengið góðar viðtökur. skjáskot / stöð 2 Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira