Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Margrét Helga Erlingsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 12. ágúst 2024 23:05 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Markar leyfið stóran áfanga í þessu verkefni Landsvirkjunar en í kjölfarið mun fyrirtækið sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem virkjunin mun rísa og verður málið til umfjöllunar þar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir vindmyllurnar geta náð 150 metra hæð og því megi gera ráð fyrir að þær verði nokkuð sýnilegar á nærliggjandi svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár og munu vindmyllurnar því verða á við tvær Hallgrímskirkjur. Halla Hrund segir að verkefnið hafi farið í gegnum langt og strangt ferli og unnið hafi verið að því að takmarka áhrif vindorkuversins á nærumhverfi. „Þetta er verkefni á vegum Landsvirkjunar, fyrsta stóra vindorkuverið hér á landi og gefur okkur kannski tækifæri til þess að ræða um vindorkumál í stærra samhengi út frá raunverulegu verkefni. Það er sannarlega þörf á því. Það eru ákaflega mörg verkefni í undirbúningi og gríðarlega mikilvægt að hafa langtímastefnumörkun um þessi mál,“ sagði Halla Hrund í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svipað og þriðjungur raforkuþarfar höfuðborgarsvæðisins Landsvirkjun hefur leyfi fyrir 120 megavatta raforkuframleiðslu í Búrfellslundi sem nemur um það bil þriðjungi allrar raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Höllu Hrundar. Það komi í hlut Landsvirkjunar að ákveða til hvaða aðila þessi orka yrði seld. „Við finnum á Íslandi að þetta er stór og mikil auðlind, vindorkan sem við eigum. Við erum að stíga þarna ákveðin skref. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að horfa á það hvar við viljum sjá þessi mannvirki og vonandi mun þetta verkefni nýtast til þess að stjórnmálamenn, almenningur átti sig á því hvað þessi verkefni þýða svo við getum verið skynsöm í uppbyggingunni til framtíðar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Markar leyfið stóran áfanga í þessu verkefni Landsvirkjunar en í kjölfarið mun fyrirtækið sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem virkjunin mun rísa og verður málið til umfjöllunar þar. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir vindmyllurnar geta náð 150 metra hæð og því megi gera ráð fyrir að þær verði nokkuð sýnilegar á nærliggjandi svæði. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár og munu vindmyllurnar því verða á við tvær Hallgrímskirkjur. Halla Hrund segir að verkefnið hafi farið í gegnum langt og strangt ferli og unnið hafi verið að því að takmarka áhrif vindorkuversins á nærumhverfi. „Þetta er verkefni á vegum Landsvirkjunar, fyrsta stóra vindorkuverið hér á landi og gefur okkur kannski tækifæri til þess að ræða um vindorkumál í stærra samhengi út frá raunverulegu verkefni. Það er sannarlega þörf á því. Það eru ákaflega mörg verkefni í undirbúningi og gríðarlega mikilvægt að hafa langtímastefnumörkun um þessi mál,“ sagði Halla Hrund í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svipað og þriðjungur raforkuþarfar höfuðborgarsvæðisins Landsvirkjun hefur leyfi fyrir 120 megavatta raforkuframleiðslu í Búrfellslundi sem nemur um það bil þriðjungi allrar raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Höllu Hrundar. Það komi í hlut Landsvirkjunar að ákveða til hvaða aðila þessi orka yrði seld. „Við finnum á Íslandi að þetta er stór og mikil auðlind, vindorkan sem við eigum. Við erum að stíga þarna ákveðin skref. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að horfa á það hvar við viljum sjá þessi mannvirki og vonandi mun þetta verkefni nýtast til þess að stjórnmálamenn, almenningur átti sig á því hvað þessi verkefni þýða svo við getum verið skynsöm í uppbyggingunni til framtíðar,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12. ágúst 2024 17:32
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22